Kvarðanir/Prófanir
Kvörðum og/eða prófum flestar gerðir þrýstiskynjara og mæla á þrýstisviði frá “lofttæmi” til 1000 bar. Við framkvæmd er notast við loft að 40 bar þrýsting en vökva (vatn/olíu) frá 40 til 1000 bar. Við kvörðun og prófanir er notast við kvörðunartæki frá Beamex, WIKA og Sika. Allur búnaður er kvarðaður af faggildum kvörðunarstofum og með rekjanlegum kvörðunarvottorðum samkvæmt ISO/IEC 17025.
Kvörðun lágþrýstimælitækja með sérstökum lágþrýsti modul 0-100 mbar. Minnsta upplausn mælinga er 0,1Pa (0,001mbar) með nákvæmni af mælisviði 0,015% FS (Field Span) + 0,0125% RDG (Of Readings).
Kvörðun þrýstiskynjara, þrýstimæla og liða með lofti allt að 40 bar og vökva allt að 1000 bar.